Útsaumspakkning
Útsaumspakkningin Ice cream eftir Bargello systurnar er saumað með 'Bargello stitch', sem hefur reynst vinsælt fyrir þá sem hafa gaman af því að nota útsaum sem eins konar hugleiðslu, þar sem mynstrið er endurtekið aftur og aftur og getur því haft róandi áhrif á þann sem saumar út.
Með fylgir myndband með leiðbeiningum sem hægt er að nálgast með QR kóðanum á pakkningunni.
hönnuður: The Bargello sisters
stærð: 40 x 40 cm
efni: strammi
garn: appletons ullargarn (4ja þráða)
Aðferð: mislöng spor (e. straight Bargello stitch), úttalið.
Innifalið í útsaumspakkningunni er strammi, útsaumsgarn, nál og leiðbeiningar. Athugið að púðabak fylgir ekki með.