Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Lóa dömubolur
LÓA dömubolur er einfaldur og klæðilegur hlýrabolur fyrir sumarið. Bolurinn er prjónaður neðan frá í hring og hefst á einföldu gatamynstri sem setur skemmtilegan svip á flíkina. Notast er við Morning Salutation Vegan garnið frá Kremke sem inniheldur m.a. bómull og hentar það einstaklega vel fyrir heita daga.
Stærð |
Ummál |
Garn* |
XS |
80 |
200 g |
S |
88 |
200 g |
M |
96 |
250 g |
L |
104 |
300 g |
XL |
112 |
350 g |
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Garn
Morning Salutation Vegan frá Kremke Soul Wool – fæst í vefverslun MeMe Knitting
Það sem þarf
4,0 mm hringprjón
4,0 mm sokkaprjóna
Prjónfesta
10 cm = 20 lykkjur sléttprjón