Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Þessi uppskrift er á íslensku.
Peysan Logn er prjónuð að ofan frá og niður svo ekkert þarf að sauma saman. Þú byrjar sem sagt að prjóna stroff í hálsmáli, síðan berustykkið, svo bolinn og að lokum ermarnar. Peysan er prjónuð með gatamynstri frá toppi berustykkis alla leið niður. Allt stroff í peysunni er 1x1 stroff.
STÆRÐIR & MÁL
Peysan Logn er hönnuð með það í huga að hafa u.þ.b. 10-15 cm slaka. Ummálið er gefið upp sem ummál peysunnar. Því mætti segja að ef þú mælir ummálið þitt yfir brjóstkassann 95 cm skaltu prjóna stærð M (103 cm). Mynsturbekkirnir passa heilt yfir bæði ermar og búk.
Stærðirnar S (M) L (XL) 2XL (3XL) eru hannaðar til að passa fyrir brjóstmál 85-90 (90-95) 95-100 (100-110) 110-120 (120-130) cm
Stærðir: S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Ummál: 100 (103) 114 (120) 129 (136)
Lengd: 51 (53) 56 (58) 60 (61)
Prjónfesta: 14 lykkjur x 24 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr 6
Prjónar: 6 mm og 5 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar.
Tillaga að garni:
#1: 1 þráður 300 (350) 350 (400) 450 (500) g Bonus Aran with Wool frá Hayfield (400g = 840m) saman með 1 þráður 100 (100) 100 (125) 125 (125) g Tynn Silk Mohair frá Sandnes Garn (25g = 212m)
#2: 1 þráður 350 (400) 450 (500) 550 (600) g Puno frá Rauma Garn (50g = 110m) saman með 1 þráður 100 (125) 125 (150) 150 (175) g Plum frá Rauma Garn (25g = 250m)
Erfiðleikastig: 3 af 5.
Myndbönd notuð í þessari uppskrift: