Skreyttu verkefnatöskuna þína eða uppáhalds kápuna þína!
Nælur sem eru búnar til með því að vera steyptar í mót, vekja hrifningu í einfaldleika sínum: svört línuteikning eða texti á hágæða, glansandi yfirborði. Bakið er svo upphleypt með Minuk merkinu.
Hægt er að velja úr fjórum mótífum:
Trégrein: 2,7 x 1,3 cm
Laufblað: 3 x 1,8 cm
Bolli: 2,3 x 2,7 cm
Hönd: 2,7 x 1,6 cm
Efni: Sink
Um Minuk
Minuk sérhæfir sig í fallegum, handgerðum töskum og veskjum sem framleiddar eru í litlu leðurverkstæði í Hamborg, Þýskalandi.
Minuk er búið til að af Antje Arens. Antje bæði hannar og handgerir töskurnar á verkstæði sínu, ásamt litlu teymi af hæfileikaríku handverksfólki. Fyrirtækið státar sig af því að vera "slow fashion" eða hæg tíska, þar sem vörurnar eru ekki fjöldaframleiddar og fellur lítill sem enginn úrgangur til í framleiðslu varanna.
Hver og ein taska er handgerð: hönnun, sníðagerð, klipping og saumaskapur er allt unnið á leðurverkstæðinu í Hamborg. Sjáflbær nýting á auðlindum eru Antje kær og þess vegna leggur hún mikla áherslu á uppruna efnanna sem hún notar og vandlega vinnslu þeirra, bæði hvað varðar afganga og umbúðir. Minuk notar eingöngu leður sem sútað með náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu og leðrið þess vegna krómfrítt.