Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
RETRO heilgalli
Gallinn er prjónaður ofan frá og niður og fram og til baka til að byrja með eða niður að klofi. Eftir það er hann tengdur í hring og prjónaður þannig fram að skiptingu á skálmum. Skálmar og ermar eru prjónaðar í hring.
Ítarlegar mynsturmyndir er að finna í uppskriftinni, auk allskonar ítarefnis til útskýringar. Uppskriftin er einföld og skemmtileg.
Garn
Katia Merino Baby
Stærðir og magn af garni
NB: 150 gr
3-6 mán: 200 gr
6-12 mán: 200-250 gr
1-2 ára : 250 gr
2-3 ára: 300-350 gr
Það sem þarf
- hringprjónar nr. 3,5 (60 sm)
- sokkaprjónar nr. 3,5
- nál til frágangs
- prjónamerki
- tölur
Ummál á skálmum
Newborn: 23 sm
3-6 mánaða: 25 sm
6-12 mánaða: 27 sm
1-2 ára: 30 sm
2-3 ára: 33.5 sm
Ummál á búk
Newborn: ca 46 sm
3-6 mánaða: ca 50 sm
6-12 mánaða: ca 57 sm
1-2 ára: ca 62 sm
2-3 ára: ca 67 sm
Ummál á ermum
Newborn: ca 17 sm
3-6 mánaða: ca 19 sm
6-12 mánaða: ca 20 sm
1-2 ára: ca 22 sm
2-3 ára: ca 25 sm
Lengd á skálmum (með stroffi)
Newborn: 17 sm
3-6 mánaða: 20 sm
6-12 mánaða: 25 sm
1-2 ára: 27 sm
2-3 ára: 31 sm
Lengd á búk (klof - handv)
Newborn: 22 sm
3-6 mánaða: 25 sm
6-12 mánaða: 27 sm
1-2 ára: 33 sm
2-4 ára: 37 sm
Lengd á ermum (með stroffi)
Newborn: 16 sm
3-6 mánaða: 19 sm
6-12 mánaða: 22 sm
1-2 ára: 25 sm
2-3 ára: 27 sm
Prjónfestan í þessum heilgalla er sú að 26 lykkjur og 30 umf. á prjóna nr. 3,5 gera 10 sm.
Við leggjum okkur alltaf fram um að hafa uppskriftir okkar einfaldar og skýrar, og eru þær alltaf prufuprjónaðar í öllum stærðum. Um RETRO heilgalla verður að segja að algjörum byrjendum gæti þótt hann áskorun, skemmtileg áskorun sem gaman er að takast á við.