Amma mús Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Opið 10-18 virka daga

Sími 511 3388

Sóley hneppt barnapeysa - stök uppskrift

1.200 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum staðþar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Uppskriftin er á íslensku.

Sóley hneppt barnapeysa

SÓLEY hneppt peysa er prjónuð fram og til baka og neðan frá og upp. Ég notaði Alpacca ull frá Sandnes garn sem gefið er upp á prjóna nr. 5. Einnig er hægt að nota Merino 100% frá Katia, en þá hentar prjónastærð 4,5 líklega betur til að ná réttri prjónfestu. 

Peysuna er auðvelt að prjóna og blöðrumynstrið er fallegt og þægilegt að fara eftir. Þetta hljómar flókið í fyrstu en er mjög fljótt að koma. Mynstrið heldur manni alveg við efnið og gerir verkefnið fjölbreytt og lifandi.
Nokkur kennslumyndbönd eru í uppskriftinni. 

Þegar peysan er prjónuð úr Alpacca ull lengist hún töluvert þegar skolað er úr henni, eða um ca. 3 cm. 

Efni:
Alpacca ull frá Sandnes garn

Merino 100% frá Katia 

Stærðir og magn:
0-6 mánaða: 150-200gr
6-12 mánaða: 200gr
1-2 ára: 250gr
2-4 ára: 300gr
4-6 ára: 350gr
6-8 ára: 400gr
8-10 ára: 450-500gr
(höfundur ábyrgist ekki að allir prjónarar noti sama magn af garni svo þetta er einungis viðmið)

Það sem þarf:
- hringprjónar nr.4 og nr. 5
- Sokkaprjónar nr.4 og nr. 5
- tölur
- nál til frágangs og til að sauma tölurnar í
- prjónamerki

Lengd á bol upp að handvegi (með stroffi)
0-6 mánaða: 16 sm
6-12 mánaða: 19 sm
1-2 ára: 22 sm
2-4 ára: 26 sm
4-6 ára: 32 sm
6-8 ára: 36 sm
8-10 ára: 38 sm

Ummál á bol
0-6 mánaða: 48 sm
6-12 mánaða: 51 sm
1-2 ára: 55 sm
2-4 ára: 60 sm
4-6 ára: 66 sm
6-8 ára: 71 sm
8-10 ára: 78 sm

Lengd á ermum (frá handvegi, með stroffi)
0-6 mánaða: 14 sm
6-12 mánaða: 17 sm
1-2 ára: 19 sm
2-4 ára: 23 sm
4-6 ára: 28 sm
6-8 ára: 33 sm
8-10 ára: 36 sm

Ummál á ermum
0-6 mánaða: 15 sm
6-12 mánaða: 17 sm
1-2 ára: 19 sm
2-4 ára: 19.5 sm
4-6 ára: 20 sm
6-8 ára: 20.5 sm
8-10 ára: 22.5 sm

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista