Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað, þar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.
Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.
Uppskriftin er á íslensku.
Sólstöður barnapeysa
SÓLSTÖÐUR barnapeysa er litrík og falleg peysa prjónuð úr guðdómlega Andorra garninu frá Kelbourne Woolens. Peysan er prjónuð frá hálsmáli eftir mynsturgrafi. Alls eru 4 litir notaðir í peysuna og eru því möguleikar peysunnar endalausir. Peysan er einföld í framkvæmd og hentar þeim sem hafa grunn í mynsturprjóni.
Stærð |
Ummál peysu |
Aðallitur* |
Mynsturlitir (3 litir)* |
6-9 mánaða |
58 cm |
150 gr. |
25 gr. hver litur |
1-2 ára |
60 cm |
150 gr. |
25 gr. hver litur |
2-4 ára |
66 cm |
150 gr. |
25 gr. hver litur |
4-6 ára |
70 cm |
200 gr. |
25 gr. hver litur |
6-8 ára |
75 cm |
200 gr. |
25 gr. hver litur |
8-10 ára |
81 cm |
250 gr. |
25 gr. hver litur |
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
GARN
Andorra frá Kelbourne Woolens – fæst í vefverslun MeMe Knitting
ÞAÐ SEM ÞARF
- 3,0 mm hringprjón (40 og 60 cm)
- 3,0 mm sokkaprjóna
- Prjónamerki
PRJÓNFESTA
10 cm = 25 lykkjur sléttprjón - notið þá prjónastærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu