Amma mús Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Opið 10-18 virka daga og 11 - 15 á laugardögum

Sími 511 3388

Una sparibolur barna - stök uppskrift

1.100 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum staðþar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Una Sparibolur

Uppskriftin Una sparisokkar er gefin út í samstarfi stroff.is og Sölku Sólar, en Sjöfn og Salka unnu hugmyndavinnuna og uppskriftina í sameiningu. Sparisokkarnir er bara ein af mörgum uppskriftum í Unu línunni okkar. 

Sparibolurinn þarf alls ekki að vera neitt sérstaklega spari, hann er hægt að dressa upp og niður. Hann er léttur en þéttur og fallegur undir skokk og smekkbuxur, við pils eða buxur - möguleikarnir eru endalausir. 

Bolurinn er prjónaður ofan frá og niður. Í byrjun er hann prjónaður fram og tilbaka, en er svo tengdur í hring og prjónaður þannig alla leið niður. 
Bæði bolur og ermar eru prjónuð með sléttu prjóni. #unalína 

Efni
Feeling frá Lana Gatto.
Einnig hægt að nota
VIP og Mini Soft frá Lana Gatto,
eða Tencel-Merino frá Katia.


Stærðir og magn af garni

Nýburi 100 g
3-6 mán 100 g
6-12 mán 150 g
1-2 ára 150 g
2-4 ára 200 g
4-6 ára 200 g
6-8 ára 250 g

Það sem þarf
- Hringprjónn nr. 3 (60 cm langur)
- Hringprjónn nr. 3.5 (40 eða 60 cm langur)
- Sokkaprjónar nr. 3 og 3.5
- Nál til frágangs
- Tala í hálsmál að aftan (12-15 mm)
- Heklunál nr. 3-4
- Prjónamerki

Mál
Lengd á bol, frá handvegi, með stroffi
Nýburi: 14,5 cm
3-6 mán: 16,5 cm
6-12 mán: 20 cm
1-2 ára: 22 cm
2-4 ára: 25 cm
4-6 ára: 27,5 cm
6-8 ára: 30,5 cm

Ummál á bol
Nýburi: 41 cm
3-6 mán: 44 cm
6-12 mán: 47 cm
1-2 ára: 52 cm
2-4 ára: 57 cm
4-6 ára: 60 cm
6-8 ára: 65 cm

Lengd á ermum frá handvegi, með stroffi
Nýburi: 2,5 cm
3-6 mán: 3 cm
6-12 mán: 3 cm
1-2 ára: 4 cm
2-4 ára: 4 cm
4-6 ára: 4 cm
6-8 ára: 5 cm

Ummál á ermum
Nýburi: 15 cm
3-6 mán: 16 cm
6-12 mán: 17 cm
1-2 ára: 19 cm
2-4 ára: 21 cm
4-6 ára: 22 cm
6-8 ára: 24 cm

Prjónfestan í þessum bol er sú að 26 lykkjur á prjóna nr. 3,5 gera 10 cm með því að nota Feeling frá Lana Gatto. 

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista