Verslunin er lokuð vegna flutninga
Fákafeni 9, 108 Reykjavík
-

Handgert leðurverkfæraveski - natur

11.855 kr 7.706 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Þetta veski er sértaklega hannað sem lítill, vel skipulagður ferðafélagi sem geymir alla prjóna og fylgihluti fyrir núverandi prjónaverkefni. Sem dæmi er hægt að geyma 1-2 sokkaprjóna, 1-2 hringprjóna, lítil skæri, málband, frágangsnál og fl. 

Veskið samanstendur af stóru hólfi, meðalstórri rauf og þremur minni hólfum. Handgert úr hágæða, gegnheilu leðri í vinnustofu Minuk í Hamborg.

Aukahlutirnir sem sýndir eru á myndunum fylgja ekki með.

Mál

lokað: 10,5 x 21 cm

opið: 18 x 21 cm

stóra hólfið: 9,5 x 20 cm

Meðalstóra raufin: 6 x 20 cm

Litlu hólfin (3x): ca. 7 x 6 cm

Um Minuk

Minuk sérhæfir sig í fallegum, handgerðum töskum og veskjum sem framleiddar eru í litlu leðurverkstæði í Hamborg, Þýskalandi.
  
Minuk er búið til að af Antje Arens. Antje bæði hannar og handgerir töskurnar á verkstæði sínu, ásamt litlu teymi af hæfileikaríku handverksfólki. Fyrirtækið státar sig af því að vera "slow fashion" eða hæg tíska, þar sem vörurnar eru ekki fjöldaframleiddar og fellur lítill sem enginn úrgangur til í framleiðslu varanna. 

Hver og ein taska er handgerð: hönnun, sníðagerð, klipping og saumaskapur er allt unnið á leðurverkstæðinu í Hamborg. Sjáflbær nýting á auðlindum eru Antje kær og þess vegna leggur hún mikla áherslu á uppruna efnanna sem hún notar og vandlega vinnslu þeirra, bæði hvað varðar afganga og umbúðir. Minuk notar eingöngu leður sem sútað með náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu og leðrið þess vegna krómfrítt. 
sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista