Vegna endurbóta liggur vefverslun tímabundið niðri.

2.400 kr

Virðisaukaskattur innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast út við kaup á vöru.
Uppselt

stk. til á lager

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum staðþar sem það er eingöngu hægt að hlaða uppskriftinni niður í þrjú skipti í gegnum hlekkinn í tölvupóstinum.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Uppskriftin er á íslensku.

Fyrir litla bróður - sett

Þetta sett samanstendur af Ara peysu, húfu & buxum, og hosum
Hægt er að kaupa uppskriftirnar stakar með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan. 

ARI PEYSA

Peysan er prjónuð ofan frá og niður og fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring. Peysan er öll prjónuð með garðaprjóni og því bæði mjög fljótleg og teygist vel eftir þvott (gott að hafa það í huga þegar prjónað er).

Efni  
Ég mæli með Katia Merino 100%

Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð:
Newborn: 100-150 gr
3-6 mán: 150 gr
6-12 mán: 200 gr
1-2 ára: 250 gr
2-4 ára: 250-300 gr
4-6 ára: 300-350 gr

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Lengd á búk upp að handvegi (með stroffi – fyrir þvott):
Newborn: 14 sm
3-6 mán: 16 sm
6-12 mán: 18 sm
1-2 ára: 21 sm
2-4 ára: 24 sm
4-6 ára: 27 sm

Lengd á ermum (með stroffi):
Newborn: 12 sm
3-6 mán: 15 sm
6-12 mán: 18 sm
1-2 ára: 20 sm
2-4 ára: 23 sm
4-6 ára: 26 sm

Það sem þarf:
- hringprjónn nr. 3.5 eða 4 (60 sm)
- sokkaprjónar nr. 3 og nr.3.5 eða 4
- nál til frágangs 
- prjónamerki
- tölur

Prjónfesta
24 lykkjur á prjóna nr. 3.5 - 4 =10 sm

HÚFA & STUTTBUXUR

Efni
Ég mæli með Katia Merino 100%

Stærðir og ummál húfu 
0-3 mánaða: 30 sm
3-6 mánaða: 34 sm
6-9 mánaða: 36 sm
9-12 mánaða: 40 sm
12-18 mánaða: 43 sm
18-24 mánaða: 45 sm

Það sem þarf
- 25, 35, 40, 50, 70, 80 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3 og nr. 3,5 - 4
- hringprjónn nr. 3,5 - 4
- nál til frágangs 
- dúskur (þarf ekki)

Prjónfesta
24 lykkjur á prjóna nr. 3.5 - 4 = 10 sm

BUXUR

Buxurnar hans litla bróður eru prjónaðar ofan frá og niður.

Efni  
Ég mæli með Katia Merino 100%

Stærðir og ummál:
0-3 mánaða: 30 sm
3-6 mánaða: 34 sm
6-9 mánaða: 36 sm
9-12 mánaða: 40 sm
12-18 mánaða: 43 sm
18-24 mánaða: 45 sm

Það sem þarf:
- 50, 70, 90, 90, 100, 100 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3,5 - 4
- hringprjónn nr. 3,5 - 4
- nál til frágangs 
- prjónamerki
- 2 til 3 tölur (eftir smekk)

Prjónfesta
24 lykkjur á prjóna nr. 3.5 - 4 = 10 sm

HOSUR 

Sokkarnir eru prjónaðir frá ökkla og enda á tánni. Stykkið utan um ökkla barnsins er prjónað fram og til baka á sokkaprjóna en er svo tengt í hring.

Efni  
Ég mæli með Katia Merino 100%

Stærðir og ummál utan um fótinn:
0-6 mánaða: ca 12 sm
6-12 mánaða: ca 13.5 sm
12-18 mánaða: ca 15 sm
18-24 manaða: ca 15 sm

Það sem þarf:
- 50 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 3 og nr. 3.5 
- nál til frágangs

Prjónfesta
24 lykkjur á prjóna nr. 3.5 - 4 = 10 sm

sunnudagur,mánudagur,þriðjudagur,miðvikudagur,fimmtudagur,föstudagur,laugardagur
janúar,febrúar,mars,apríl,maí,júní,júlí,ágúst,september,október,nóvember,desember
Ekki eru til nógu margar vörur á lager. Einungis [max] eftir.
Bæta við óskalistannSkoða óskalistaEyða óskalista