Fine whitework (new edition) er bók um hvítsaum frá Royal School of Needlework (RSN). RSN er alþjóðlega viðurkenndur og virtur útsaumsskóli sem var stofnaður árið 1872. Í bókinni er farið yfir sögu og samhengi hvítsaumsaðferðarinnar ásamt því að gefa skýrar og myndskreyttar leiðbeiningar um mismunandi tækni og hvaða efni og verkfæri eru notuð í hvítsaum.
Í bókinni má finna fullkláruð hvítsaumsverk eftir Jenny Adin-Christie, höfund bókarinnar og sérfræðing hjá RSN, ásamt fornum, fágætum hvítsaumsverkum og verkum annarra útsaumara.
Smelltu hér til að fletta í bókinni.
Höfundur: Jenny Adin-Christie
Tungumál: enska
Aðferð: hvítsaumur
Blaðsíður: 192
Útgáfuár: 2022
Gerð: mjúkspjalda
Stærð: 216 x 280 mm