Í Lulu's Crochet Dolls má finna hekluppskriftir af 8 heillandi dúkkum og þeirra yndislegu dýravinum.
Bókin er skrifuð af Söndru Muller, undir hönnunarnafninu Lulu Compotine. Þessar yndislegu hekldúkkur hafa hver sínar eigin flíkur og fylgihluti, og eru einnig í fylgd með elskulegum hópi dýravina. Þar á meðal eru maríubjalla, íkorni, köttur og mús.
Þessi bók hentar byrjendum vel þar sem vel er farið yfir verkfæri og áhöld sem þarf til að hekla dúkkurnar, grunnatriði hekls og mismunandi heklaðferðir, tæknileg ráð og skref-fyrir-skref myndir fyrir hverja og eina dúkku.
Höfundur: Sandra Muller (Lulu Compotine)
Tungumál: enska
Aðferð: hekl
Blaðsíður: 112
Útgáfuár: 2024
Gerð: mjúkspjald