Við erum ótrúlega spenntar að segja frá því að við vorum að taka inn hágæða prjónaskart. Skartgripalínan heitir My Pearl og er eftir hönnuðinn Anna Silfa Þorsteinsdóttir, sem hannar skartgripi undir merkinu Silfa.
Sjálfbærni og umhverfisvernd eru höfð að leiðarljósi þegar við veljum inn nýjar vörur í Ömmu mús. Þess vegna eru við mjög spennt að bjóða upp á nýtt garn í versluninni okkar sem heitir Nova vita 4 og er frá DMC.