Amma mús var að taka inn nýtt merki: Minuk. Minuk sérhæfir sig í fallegum, handgerðum töskum og veskjum sem framleiddar eru í litlu leðurverkstæði í Hamborg, Þýskalandi.
Töskurnar koma úr smiðju merkisins Minuk sem er búið til að af Antje Arens. Antje bæði hannar og handgerir töskurnar á verkstæði sínu, ásamt litlu teymi af hæfileikaríku handverksfólki. Fyrirtækið státar sig af því að vera "slow fashion" eða hæg tíska, þar sem vörurnar eru ekki fjöldaframleiddar og fellur lítill sem enginn úrgangur til í framleiðslu varanna.
Hver og ein taska er handgerð: hönnun, sníðagerð, klipping og saumaskapur er allt unnið á leðurverkstæðinu í Hamborg. Sjálfbær nýting á auðlindum eru Antje kær og þess vegna leggur hún mikla áherslu á uppruna efnanna sem hún notar og vandlega vinnslu þeirra, bæði hvað varðar afganga og umbúðir. Minuk notar eingöngu leður sem sútað með náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu og leðrið þess vegna krómfrítt.
ELIN Handgerð leðurtaska, 100% leður.
Verð 34.500 kr. Kemur einnig í þessum litum:
ELIN handgerð taska úr bómull
Verð 17.660 kr. Kemur einnig í þessum litum:
Handgert leðurverkfæraveski
Verð 11.855 kr. Kemur einnig í þessum litum:
Handgerð prjónataska úr bómull
Verð 15.695 kr. Kemur einnig í þessum litum:
Nælur gylltar
Verð 2.250 kr. stykkið
Vörurnar frá Minuk eru handgerðar og endingargóðar og hönnunin er tímalaus, þannig hægt er að njóta þess að eiga og nota vörurnar í langan tíma. Smelltu hér til að skoða vörurnar frá Minuk.