Í vor bauð Helga Isager 9 hæfileikaríkum hönnuðum að leggja sitt af mörkum með hönnun fyrir sameiginlega línu, en þema línunnar er Botanica. Úr varð frábært, litríkt safn af peysuuppskriftum frá 9 þekktum prjónahönnuðum: PetiteKnit, Anne Ventzel, Hanne Rimmen, Helga Jóna, Lene Holme Samsoe, Midori Hirose, Tine Rousin (Knit1), Camilla Vad, Marianne Isager og Helga Isager. 

 

Spennandi námskeið með Helgu Jónu og Helgu Isager verður haldið í Ömmu mús 6. október í tengslum við Botanica prjónalínuna.

 

Þennan dag munu nöfnurnar kenna ýmsa góða prjóntækni, sem þær notast við í nýútkomnum uppskriftum þeirra úr prjónalínunni Botanica. Meðal viðfangsefna námskeiðisins verða mynsturprjón, hnappagat, kantar og bróderí á prjón. Þær munu sýna nokkrar flíkur úr línunni og segja frá þessu skemmtilega verkefni sem Isager stóð fyrir. Kennt verður á dönsku og íslensku.  
 
Staður og stund
 
Fimmtudagskvöldið 6. október 2022, kl: 18-22
Námskeiðið verður haldið í Ömmu mús, Fákafeni 9, 108 Reykjavík.
 
Verð
 
Námskeiðið kostar 13.000 kr. og innifalið í verðinu er kennsla, leiðbeiningar, kaffi/te og eitthvað sætt.
 
Skráning
 
Sendið póst á netfangið helgajonath@gmail.com
Hámarksfjöldi er 20 en það verða tveir kennarar, Helga Isager & Helga Jóna.
 
Efni og áhöld
 
Takið eftirfarandi með á námskeiðið...eða kaupið á staðnum
Garn: Isager tweed og Alpaca 2, eða sambærilegt garn.
Prjónar: hringprjónar 3,5-4,5 mm
 
Garn og prjóna er einnig hægt að kaupa á staðnum, en þátttakendur fá 10% afslátt á öllu Isager garni á meðan námskeiði stendur.