Afgangasamprjón er samprjón þar sem handverksfólk notar það sem er til upp í skáp, í skúffum eða jafnvel í kassa undir sófa. Afgangasamprjónið er haldið að þessu sinni í september og er undirrituð einn af skipuleggjendum samprjónsins.

 

Síðan september gekk í garð hefur verið mikið líf og fjör í afgangaprjóninu. Hér eru nokkur verkefni sem hafa svoleiðis dottið af prjónunum mínum.

 

 

Eitt af fyrstu afgangaverkefnunum var Lillerillebjörn húfan eftir Knitting for olive. Í hana fóru aðeins 27 gr af Tumi frá Rauma í minnstu stærðinni. Virkilega þægilegt að prjóna hana því hún er úr garðaprjón sem mér þykir fljótlegra en að prjóna slétt fram og til baka. Tók mig eina kvöldstund svo ég mæli með!

 

Uppskrift: Lillerillebjörn eftir Knitting for olive

Garn: 27 gr af Tumi frá Rauma

Stærð: 12-18 mánaða

 

  

Ég notaði Merino ull frá Knitting for olive sem var afgangur af October sweater sem ég prjónaði síðasta haust. Átti samtals 30 gr af plum clay litnum en notaði bara 25 gr í Blondehue. Auka 5 gr notaði ég í stroffið á Lillebjörn lambhúshettunni því ég átti ekki nóg af aðallitnum. 

 

Uppskrift: Blondehue eftir Knitting for olive

Garn: 25 gr af Merino frá Knitting for olive

Stærð: 12-18 mánaða

 

Uppskrift: Lillebjörn elefanthue eftir Knitting for olive

Garn: 60 gr samtals // Merino frá KFO (41gr) og Alpaca 1 (19gr) frá Isager

Stærð: 2-4 ára

 

 

Lillebrors romper er ein uppáhalds afganga-uppskriftin mín, uppskriftin er einföld og mér prjónfestan ekki beint heilög í henni. Ég hef notað þessa uppskrift fyrir garn sem er með prjónfestu 16L til 20L, eina sem þarf að hafa í huga er að flíkin endar kannski ekki fyrir uppgefinn aldur í uppskriftinni. Fyrsti lillebrors romperinn sem ég gerði er úr afgöngum af Ingrid sweater, úr Jensen og Silk mohair frá Isager. 

 

Seinni romperinn er úr afgöngum frá Northland sweater sem ég prjónaði á kærastann minn í vor. Isager tweed og alpaca 1, sú blanda er himnesk, sérstaklega eftir þvott og verður mýkri með notkun. 

 

Uppskrift: Lillebrors romper eftir Petiteknit

Garn: 48 gr samtals // Isager jensen (37gr) + silk mohair (11gr)

Stærð: 1 mánaða

 

Uppskrift: Lillebrors romper eftir Petiteknit

Garn: 56 gr samtals // Isager tweed (39gr) + Alpaca 1 (17gr)

Stærð: 6-9 mánaða

 

Vona að þessi litli afgangapistill hafi veitt ykkur smá innblástur, gangi ykkur vel!

 
Fleiri hugmyndir um afgangaprjón má finna á @viralknits og á facebook-hópnum “Afgangasamprjón”. 

  

Um Garnspjall ViralKnits

 

 

@viralknits er instagram reikningur sem Árný Björg lífeindafræðingur heldur úti.

Þar er að finna mjög áhugaverðan fróðleik um prjón og sjálfbærni í prjónaheiminum, sem og hvað Árný er með á prjónunum hverju sinni.