Sjálfbærni og umhverfisvernd eru höfð að leiðarljósi þegar við veljum inn nýjar vörur í Ömmu mús. Þess vegna eru við mjög spennt að bjóða upp á nýtt garn í versluninni okkar sem heitir Nova vita 4 og er frá DMC. Þetta garn er úr 80% endurunninni bómull sem fellur til í textílframleiðslu og er venjulega hent. Það er styrkt með 20% polyester sem gerir það fullkomið í körfur, töskur, mottur og aðrar heimatextílvörur.
  
  
Miðinn á garninu er líka endurnýtanlegur en í honum eru fræ sem hægt er að gróðursetja og sjá falleg blóm spretta upp!  
 
 
 
Garnið kemur í þessum 8 fallegu litum:
 
 
Einnig komu 2 bækur með uppskriftum sem gerðar eru sértaklega fyrir þetta garn, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af uppskriftum í bókunum.
 
  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ýttu á hlekkina hér fyrir neðan til þess að skoða vörurnar nánar!