Prjónakvöld með leiðsögn verða haldin í Ömmu mús 3 miðvikudagskvöld í nóvember kl 18:15 - 20:15.
 
Boðið er upp á leiðsögn í því sem þú ert með á prjónunum en ert ekki alveg klár á hvernig á að gera. Reyndur textílkennari leiðbeinir og kemur þér í gegnum uppskriftirnar og þá tækni sem þig vantar til að halda áfram eða klára verkefni. Nemendur koma með sín eigin verkefni og garn og prjóna. Einnig verður hægt að kaupa það sem þarf á staðnum og fá 10% afslátt í búðinni.
 
6-8 nemendur í einu
Skráning og greiðsla tryggir sæti í hvert skipti
Verð: 3000 kr. fyrir hvert skipti
Kennt verður: 3. nóv, 10. nóv. og 17. nóv
Staður: Fákafen 9, Amma mús
Kennari: Guðný María Höskuldsdóttir
 
Athugið að lágmarksþáttaka fyrir hvert kvöld eru 4 nemendur. Ef ekki næst sá fjöldi fyrir hvert kvöld mun sú dagsetning vera felld niður. Þá er hægt að skrá sig á önnur kvöld ef valin dagsetning verður felld niður.
 
Skráning fer fram í gegnum netfangið gudnymh@gmail.com.
Í tölvupóstinum skal koma fram nafn, símanúmer og hvaða dagsetningu þú vilt koma.