Cohana er japanskt fyrirtæki sem byggir á gæðum, handverki og sögu.
Allar vörur frá Cohana eru handgerðar úr hágæða hráefnum og búnar til í Japan.
   
 
Nafn Cohana er dregið af gyðjunni "Konohanasakuyahime" úr japanskri goðafræði.
Gyðjan er falleg eins og blómstrandi kirsuberjatré og er einnig þekkt sem gyðja Mt. Fuji, sem er tákn Japans. 
   
 

Cohana vinnur með handverksfólki víðsvegar um Japan 

Cohana nýtir reynslu og þekkingu handverksiðnaðarins í heimalandi sínu og vinnur með framleiðslufyrirtækjum víðsvegar um Japan sem eru sérfræðingar á sínum sviðum.
Með því að framleiða vörur sínar í Japan vonast Cohana til að tengja hefðbundna tækni og þekkingu við framtíðina og endurlífga framleiðslu víðsvegar um Japan.
 
 
 
    

Litapalletta Cohana

Litapalletta Cohana sýnir fimm hefðbundna japanska liti sem eru innblásnir af náttúrunni og þeim litabreytingum sem verða eftir árstíðum:
 
Gulur - きすいせん kisuisen
Grænblár - みずあさぎ mizuasagi
Grár - ふかがわねず fukagawanezu
Bleikur - ばらいろ barairo
Blár -  つゆくさいろ tsuyukusairo
 
  
 
 
 

 Í Ömmu mús má nú finna fjórar vörur frá Cohana: 

 

Cypress nálapúði 

 
 

Mini Masu nálapúði 

 

 

Meboso nálasett í hulstri

 
 

Seki smáskæri

 
 
Ýtið á myndirnar eða vörutitilinn til að fræðast um hverja vöru fyrir sig!