1. Gefðu fallega bók
Bækur eru alltaf sígild gjöf sem gleður og fræðir á sama tíma. Ekki vantar upp á úrvalið af bókum í Ömmu mús, en hér er hægt að skoða hvaða bækur eru til hjá okkur. Hér fyrir neðan eru nokkrar fallegar uppskriftabækur sem verða eflaust vinsælar í jólapakkann í ár.
Knitting for Olive - Klassiske of tidlose strikkeopskrifter, 6.990 kr.
2. Gefðu Fairtrade körfu
Hvað er betra en að gefa gjöf sem maður veit að búin er til á sjáflbæran og sanngjarnan hátt?
Körfurnar frá Hammershus eru fullkomnar til að geyma alls konar garn, handavinnu eða prjónaverkefni. Körfurnar eru handgerðar af konum frá Norður-Gana, sem auk landbúnaðar eru háðar körfuframleiðslu sem lífsviðurværi. Hér er hægt að lesa meira um körfuframleiðsluna (á dönsku).
Hammershus Fairtrade vinnur að sjálfbærri þróun og minnkun fátæktar í Afríku með framleiðslu, hönnun, innflutningi og sölu á Fairtrade vörum, stuðningi við framleiðendur og samstarfsaðila í Afríku, og ýmis konar viðburðum og fjáröflun.
Bolga karfa lítil - svört, 6.390 kr.
Bolga karfa lítil - endurunnin, 9.590 kr.
Bolga karfa stór - svört, 8.595 kr.
Bolga karfa - natur og svört, 8.595 kr.
3. Gefðu skipulag og þægindi
Við elskum þessar verkefnaskjóður frá Plystre! Þær eru frábærar til þess að geyma ýmis konar prjónaverkefni sem og aðra hluti sem notaðir eru daglega. Nú getur þú tekið prjónaverkefnið með þér hvert sem er og tekið upp prjónana án vandræða hvar sem þú ert.
Þær hafa verið mjög vinsælar og því er um að gera að kaupa þær sem fyrst ef þær eiga að fara í jólapakkann!
Plystre verkefnaskjóða - coral pink, 8.995 kr.
Plystre verkefnaskjóða - soft lilac, 8.995 kr.
Plystre verkefnaskjóða - golden yellow, 8.995 kr.
4. Gefðu græjur sem auðvelda lífið
Í Ömmu mús eru til alls konar græjur fyrir hannyrðaunnandann sem gera lífið þægilegra og handavinnuna enn skemmtilegri.
5. Gefðu íslenska hönnun
BARA stuðningspúðarnir eru ekki bara íslensk hönnun og framleiðsla heldur geta breytt lífinu til hins betra fyrir þá sem vinna mikið í höndunum. Púðarnir eru vinsælir við ýmsa handavinnu og er sérstaklega ætlað að vera stuðningur undir framhandleggina næst líkamanum þegar setið er og unnið með höndunum. Þannig létta púðarnir álag á herðar og bak.
6. Gefðu handavinnu
Útsaumspakkningar eru tilvalin gjöf fyrir þá sem elska handavinnu. Það er allt í pakkningunni sem þú þarft til þess að sauma út.
Íslandskort - 50 x 60 cm, 11.720 kr.
Flotmeisur á grein - 40 x 40 cm, 5.995 kr.
7. Gefðu gjafaveski
Fallegt gjafaveski með kínversku munstri frá Hiyahiya. Þetta veski innheldur síðan ýmis hjálpartæki sem gott er að hafa við höndina þegar prjónað er.
Hjálpartæki prjónarans - mjúkt veski með fylgihlutum, 9.610 kr.
8. Gefðu japanskt handverk
9. Gefðu veski til að koma skipulagi á prjónana
Prjónaveski fyrir sokkaprjóna, 5.850 kr.
Hringprjónaveski - coral pink, 10.690 kr.
Hringprjónaveski - honey brown, 10.690 kr.
10. Gefðu gjafabréf
Veistu ekki alveg hvaða gjöf myndi hitta í mark? Þá er um að gera að gefa gjafabréf í Ömmu mús. Hægt er að velja upphæðir: 2000 kr., 5000 kr., 15.000 kr, 10.000 kr. og 20.000 kr. Ef þú vilt gjafabréf fyrir aðra upphæð skaltu hafa samband við okkur og við göngum frá því fyrir þig.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið tímans sem er framundan ❤